VEITT ÚR STYRKTARSJÓÐI SVAVARS GUÐNASONAR OG ÁSTU EIRÍKSDÓTTUR

19.11.2015

Miðvikudaginn 18. nóvember á afmælisdegi Svavars Guðnasonar var veitt úr styrktarsjóði listamannsins og Ástu Eiríksdóttur. Verðlaunahafinn í ár er Þór Sigurþórsson.

Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum; sem verða hálfgerðar framlengingar af líkamanum og sem við notum til að skoða og fást við heiminn. Verk hans ögra skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storka klisjum okkar um fegurð og náttúru.Skjáir og skjámenning hefur verið Þóri ofarlega í huga undanfarið. Verk hans samanstanda oftar en ekki af ljósmyndum sem hann hefur unnið með því að mála yfir með skafmálningu eða hulið með einu af mörgum lögum sem finna má í LED skjám. Algengir fundnir hlutir sem fyrirfinnast í hversdagsleikanum hafa einnig verið uppistaða í verkum hans en með því að taka þá í sundur og algerlega úr samhengi verða þeir næstum ókunnugir.

(Texti hverfisgalleri.is)

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17