Tilboð í safnbúð á bókum og ýmsum gjafavörum, kynning á nýjum jóladiski Jól í stofunni, Þór Breiðfjörð & Jón Rafnsson spila nokkur hugljúf lög af disknum, leiðsagnir um sýningar safnsins og tilboð á Kaffistofu.
ÞÚ FINNUR JÓLAGJÖF LISTUNNANDANS Í SAFNBÚÐ LISTASAFNS ÍSLANDS !
Sunnudaginn 6. desember verður ýmis gjafavara og listaverkabækur á sérstöku tilboðsverði í Safnbúð Listasafns Íslands. Í safnbúðinni er fáanleg listræn gjafavara tileinkuð söfnum, úrval íslenskra listmuna og hönnun, meðal annars ullarvörur, skartgripir, glervörur og keramík.
Nína Tryggvadóttir fullt verð kr. 5.400 – sýningartilboð kr. 4.900
ÚTGÁFUR SAFNINS – 20-50% AFSLÁTTUR
LISTAVERKAKORT OG VEGGSPJÖLD 25% AFSLÁTTUR
ÍSLENSKAR OG ERLENDAR GJAFA- OG HÖNNUNARVÖRUR 15% AFSLÁTTUR
NÝJAR VÖRUR FRÁ MET OG MoMA Í NEW YORK
SJÖL, SLÆÐUR OG TÖSKURKLUKKUR, EILÍFÐARDAGATÖL OG ÝMSAR AÐRAR LISTRÆNAR GJAFAVÖRUR
KYNNING Á NÝJUM JÓLADISKI JÓL Í STOFUNNI. ÞÓR BREIÐFJÖRÐ OG JÓN RAFNSSON SPILA NOKKUR LÖG AF DISKNUM KL. 14:00 Í LISTASAFNI ÍSLANDS
Hugljúfur diskur fyrir aðfangadagskvöld og fleiri jólalega daga þar sem andi flauelsbarkanna svífur yfir vötnum. Vönduð jólagjöf fyrir þá sem vilja láta ljúfan andblæ djassdægurlaganna hnika sér blítt inn í jólaskapið. Á plötunni eru þekktar jólaperlur auk tveggja nýrrajólalaga. Þór Breiðfjörð hefur getið sér gott orð sem einn helsti „crooner“-söngvari landsmanna, nú síðast á minningartónleikum Frank Sinatra með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg í haust en ekki síst um jólin með tónleikaröð sinni Jól í stofunni, sem í ár fer fram í hinu viðeigandi glæsilega Gamla Bíó. Diskurinn er til sölu í Safnbúð Listasafns Íslands.
Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp kl. 14.Björg Erlingsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna. NÁNARNína Sæmundsson - Listin á hvörfum, kl. 15:30Hrafnhildur Schram, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna.NÁNAR
TILBOÐ Á KAFFI / HEITU SÚKKULAÐI OG KÖKU Í KAFFISTOFU LISTASAFNS ÍSLANDS
Njótið dagsins í notarlegu umhverfi í Kaffistofu safnsins við tjörnina.