JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) EFTIR PABLO PICASSO Í LISASAFNI ÍSLANDS

19.7.2017

VERK EFTIR PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA – JACQUELINE AU RUBAN JAUNE (1962) KOMIÐ AFTUR TIL SÝNINGA

Listasafn Íslands býður gestum að upplifa verk Pablos Picasso, þekktasta listamanns 20. aldarinnar, um leið og veitt er innsýn í list meistarans spænska og sögu verksins, með textum og viðtölum.

Verkið var nýlega í láni á sýningum í National Portrait Gallery í Lundúnum og Museo Picasso í Barcelona en er nú komið til baka og er sýnt í safnbyggingu Listasafns Íslands.

Jacqueline Roque Picasso, ekkja listamannsins, gaf frú Vigdísi Finnbogadóttur höggmyndina af sjálfri sér. Sem forseti Íslands kaus frú Vigdís að taka rausnarskapinn sem gjöf handa þjóðinni. Í framhaldi af þessari einstæðu ákvörðun kvennanna beggja var styttan afhent Listasafni Íslands til varðveislu árið 1988. Síðan þá hefur höggmyndin oftar verið sýnd erlendis en hér heima enda talin með sérstæðustu portrettum listamannsins. Hún er því afar eftirsótt í hinum alþjóðlega listheimi.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17