VERKEFNASTJÓRI SÝNINGA Í LISTASAFNI ÍSLANDS

Júlía Marinósdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri sýninga í Listasafni Íslands.

Júlía lauk BA prófi í Listfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hefur starfað við greinaskrif um myndlist, sett á stofn vefsíðu um listir og unnið við verkefnastjórn og þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum um árabil.

Við bjóðum Júlíu Marinósdóttur velkomna til starfa hjá Listasafni Íslands.