VERKEFNASTJÓRI SÝNINGA Í LISTASAFNI ÍSLANDS

25.9.2018

Júlía Marinósdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri sýninga í Listasafni Íslands. Júlía lauk BA prófi í Listfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hefur starfað við greinaskrif um myndlist, sett á stofn vefsíðu um listir og unnið við verkefnastjórn og þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum um árabil. Við bjóðum Júlíu Marinósdóttur velkomna til starfa hjá Listasafni Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17