SAFNANÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS

3.2.2015

KL. 17, LISTASAFN ÍSLANDS, FRÍKIRKJUVEGI 7

HORFÐU, UPPLIFÐU OG NJÓTTU! Nemendur í Klassíska listdansskólanum leggja undir sig sali Listasafns Íslands í 45 mínútur. Atriðið byrjar klukkan 17:00. Nemendur nýta sér umhverfið og sækja innblástur í verk á sýningum safnsins. Afraksturinn er sjónræn og grípandi sýning.

Gönguferð um Þingholtin og stoppað við söfn listamanna. Gangan hefst í Hannesarholti við Grundarstíg og henni lýkur í garði Listasafns Einars Jónssonar, komið við á Fríkirkjuvegi (Listasafn Íslands), í safni Ásgríms Jónssonar og Ásmundarsal. Leiðsagnir fyrir nýja Íslendinga verða á japönsku, pólsku og frönsku. (ATH AÐ SEINNI GANGAN KL. 20, Á FRÖNSKU, FELLUR NIÐUR VEGNA VEÐURS. HÚN VERÐUR AUGLÝST SÍÐAR)

Gönguferðin er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Listasafns Einars Jónssonar og gangan hefst í Hannesarholti við Grundarstíg.

Safn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. Leiðsögn Vibeke Nørgaard Nielsen um sýningu á verkum danska listmálarans Johannesar Larsen. Johannes Larsen kom tvisvar til Íslands í þeim tilgangi að veita dönskum lesendum innsýn í atburðasvið Íslendingasagna. Vibeke Nørgaard Nielsen er sýningastjóri sýningarinnar og mikill Íslandsvinur.Opnunartími Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á Safnanótt verður frá kl. 19 til 12 á miðnætti.

Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. Rakel Pétursdóttir veitir leiðsögn um sýningu safnsins Í birtu daganna. Heitt á könnunni. Nánar um sýninguna.Opnunartími í Safni Ásgríms Jónssonar á Safnanótt verður frá kl. 19 til 12 á miðnætti.7. FEBRÚAR – LAUGARDAGUR KL. 14, LISTASAFN ÍSLANDS, FRÍKIRKJUVEGI 7ÞRÍR GESTIR SPJALLA UM VERK Á SÝNINGU VALDRA VERKA ÚR SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS. Verkin sem skoðuð verða eru eftir listamennina Ragnheiði Jónsdóttur, Gylfa Gíslason og Arnar Herbertsson. 

Að þessu sinni mun Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fjalla um verk Ragnheiðar Jónsdóttur frá árinu 1976, 24. október, Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og borgarfulltrúi fjallar um verk Gylfa Gíslasonar, Fjallasúrmjólk og Benedikt Hjartarson, dósent í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands, fjallar um verk Arnars Herbertssonar,  Án titils.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17