Vegna fyrirhugaðrar sýningar Listasafns Íslands á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953-1991) erum við að leita að verkum hennar.
Samhliða vinnu við sýninguna er unnið að útgáfu bókar um listamanninn og almennrar heimildasöfnunar um feril Jóhönnu.
Þeir sem eiga listaverk eða annað sem hefur heimildagildi um listamanninn, eru hvattir til að hafa samband við Júlíu Marinósdóttur verkefnastjóra sýninga í Listasafni Íslands, fyrir 31. júlí á netfangið julia@listasafn.is eða í síma 621 9609.