VIÐ LEITUM AÐ VERKUM EFTIR MUGG - GUÐMUND THORSTEINSSON

30.9.2020

Við leitum að verkum eftir Mugg – Guðmund Thorsteinsson

Í Listasafni Íslands er hafinn undirbúningur á yfirlitssýningu á verkum Muggs - Guðmundar Thorsteinssonar (1891-1924).

Vegna rannsóknar á listferli Muggs og skráningar á verkum hans í tengslum við sýninguna, sem haldin verður haustið 2021, leitum við að verkum eftir listamanninn af öllum gerðum: málverkum, vatnslitamyndum, teikningum, klippimyndum, útsaumi og dúkkum.

Einnig óskar safnið eftir að fá vitneskju um bréf eða póstkort sem honum tengjast.

Þeir sem telja sig eiga verk eða efni sem hefur heimildagildi um listamanninn, eru hvattir til að hafa samband við Kristínu G. Guðnadóttur, sýningarstjóra fyrir 31. október næstkomandi á netfangið kristin@listasafn.is eða í síma 896-6559. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17