VIÐ MIÐ / AT PRESENT

9.4.2018

Við mið // At presentSamstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Ný verk meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og skúlptúrar Sigurjóns Ólafssonar mætast í margradda samtali undir sýningarstjórn meistaranema í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er afrakstur samstarfs milli Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands.Listasafn Sigurjóns Ólafssonar verður opið gestum föstudaginn 13. apríl kl. 17 þar sem verkin verða sýnd og léttar veitingar verða í boði. Á sýningunni Við mið stendur ekkert í stað. Hér er samvinnan og samtalið í forgrunni, en það teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við. Skúlptúrverk Sigurjóns Ólafssonar, safnið sem ekkja hans Birgitta Spur kom á fót eftir að hann lést, ásamt sögu staðarins sem byggingin stendur á, eru uppspretta nýrrar sköpunar. Hér mæta tíu myndlistarnemar verkum Sigurjóns. Við mið er afurð þessa fundar sem bergmálar út yfir mörk módernismans og inn í núið.

Listamenn: Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir, Katrina Jane Perry, Kimi Tayler, Kirill Lorech, Margrét Helga Sesseljudóttir, Marie Lebrun, María Hrönn Gunnarsdóttir, Pier-Yves Larouche, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sihan Yang og Sigurjón Ólafsson.

Sýningarstjórar: Ásgerður Júníusdóttir, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Sunna Ástþórsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir.

Verkefnisstjórar: Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands og Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands.

 

Sýningin verður opin næstu tvær helgar: 14. - 15. apríl kl. 14:00 - 17:00

21. - 22. apríl kl. 14:00 - 17:00

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)