VÍDEÓVINDA Í VASULKA-STOFU

14.6.2017

VÍDEÓVINDA

Vasulka-stofa hlaut nýlega styrk frá List fyrir alla fyrir nýju og spennandi verkefni að nafni Vídeóvinda. 

Verkefnið gengur út á gagnvirka list og tengist það forritun og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í stafrænni list. Gagnvirkur vídeóheimur verður skapaður þar sem stuðst verður við forrit að nafni Image-ine sem forritarinn Tom Demeyer bjó til í samstarfi við listakonuna Steinu í byrjun þessarar aldar.

Þá býður verkefnið einnig upp á fjölmarga möguleika í fræðslustarfi barna.Tilgangur Vídeóvindu verður að bjóða börnum upp á skemmtilega og sömuleiðis óhefðbundnaupplifun á stafrænni list. 

Vídeóvinda mun ferðast um landið og efla þannig þekkingu barna á stafrænni list með skapandi hætti þar sem leik og fræðslu verður blandað saman með gagnvirkri þátttöku.Undirbúningur verkefnisins hefst í haust og áætlað er að fara af stað með það í ársbyrjun 2018. 

Mynd: Steina, Warp, 2000. Myndbandsstilla.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17