Um þessar mundir er öld frá fyrstu almennu myndlistarsýningunni á Íslandi. Listvinafélag Íslands stóð að henni og í Morgunblaðinu haustið 1919 sagði að um nýjan atburð í landinu væri að ræða. Hundrað árum síðar gefst okkur kostur á að sjá myndlist í fleiri tugum sýningarrýma.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóra Listasafns Íslands, var af þessu tilefni gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1. Hún sagði lauslega frá stöðu myndlistar í landinu í byrjun síðustu aldar og rakti þær breytingar sem orðið hafa á sýningarhaldi í landinu.
Hlusta