Grænfáninn í tröppum Safnahússins

Afhending Grænfánans í Safnahúsinu

22.8.2022

Vinnuskólinn í Reykjavík fær viðurkenningu Grænfánans frá Landvernd fyrir vel unnin störf í þágu náttúruverndar, fræðslu og miðlunar.

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni.

Afhendingin fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu en nemendur Vinnuskólans tóku í sumar þátt í verkefninu Listræn sköpun eflir náttúruvitund á vegum Listasafns Íslands og Landverndar.

Í verkefninu fólst þátttaka í listasmiðjum þar sem myndlist, náttúra og vísindi veittu innblástur að listrænni sköpun og unnið var út frá nýrri sýningu í Safnahúsinu.

Við óskum Vinnuskólanum í Reykjavík hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17