Vigdís Rún Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri sýninga

3.3.2021

Vigdís Rún Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri sýninga til Listasafns Íslands.

Vigdís var valin úr hópi 25 umsækjenda um starf verkefnastjóra sýninga. Hún lauk M.A. prófi í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur

síðustu árin gegnt starfi menningarfulltrúa hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra. Vigdís hefur stýrt ýmsum verkefnum á sviði menningarmála og m.a. starfað við listfræðirannsóknir í tengslum við textaskrif og sýningarstjórn í söfnum hérlendis.

Listasafn Íslands býður Vigdísi velkomna til starfa.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17