Listasafn Íslands og Sendiráð Bandaríkjanna bjóða til hádegistónleika í Listasafni Íslands föstudaginn 4. maí kl. 12. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnirWinds Aloft kvintettinn er einn virtasti hluti United States Air Forces in Europe Band (USAFE) hljómsveitarinnar. Winds Aloft er vanalega staðsett í Ramstein Flugherstöðinni í Þýskalandi og spilar 5 manna sveitin á hefðbundin blásturshljóðfæri; flautu, óbó, klarinett, fagott og franskt horn.
Heimsókn Winds Aloft til Íslands er í tilefni af þátttöku þeirra í afhjúpun á minnisvarða sem gerður er úr flaki bandarísku B-24 sprengjuflugvélarinnar „Hot Stuff“. Flugvelin hrapaði fyrir 75 árum við Grindavík með þeim afleiðingum að hershöfðinginn Frank Andrews og 12 manna áhöfn létu lífið. Daginn sem vélin fórst átti að tilkynna Andrews að hann myndi leiða sókn bandamanna yfir Ermasundið til frelsunar Evrópu árið 1943. Winds Aloft sýnir afburðahæfileika sína með því að leika tónlist fyrir bandaríska sendiherra, erlenda embættismenn, forseta, konungsfólk og leiðtoga bandaríska hersins. Að auki leika þau reglulega á viðburðum fyrir börn víðsvegar um Evrópu. Í efnisskrá sveitarinnar má finna fjölbreytta tónlist, þ.m.t. klassík, jazz, söngleikjatónlist, ragtime og margt fleira. Sama hver umgjörðin er eða tónlistarstefnan, Winds Aloft færa áheyrendum gleði hvar sem þeir spila.