Listasafn Einars Jónssonar

Aðstaðan

10:00–17:00

Alla daga

Staðsetning

Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík

Símanúmer

Listasafn Einars Jónssonar, staðsett í hjarta Reykjavíkur við Skólavörðuholt, er einstakur staður sem býður gestum upp á margbrotna upplifun í sögulegu umhverfi.

Einar Jónsson teiknaði húsið, sem stundum er nefnt Hnitbjörg, um 1916 með hjálp Einars Erlendssonar húsameistara. Einar bjó þar með konu sinni Önnu frá 1920 um áratugaskeið. Safnið var opnað almenningi árið 1923 og hafa þar með opnast dyr inn í hugarheim Einars Jónssonar, brautryðjanda íslenskrar myndhöggvaralistar, sem sótti innblástur í þjóðsögur, trúarhugmyndir og dulspeki og skapaði verk sem fjalla um baráttu efnis og anda.

Auk sýningarinnar Andi og efnisbönd, sem gefur djúpa innsýn í sköpunarverk Einars Jónssonar er hægt að heimsækja höggmyndagarðinn á bak við húsið þar sem 26 bronsafsteypur verka Einars prýða gróskumikinn garð sem er opinn öllum, árið um kring, dag og nótt. Í húsinu má einnig skoða einstaka íbúð Einars og Önnu Jónsson þar sem frumlegur stíll og persónulegir gripir varðveitast í upprunalegri mynd.

Við bjóðum öll velkomin – hvort sem um er að ræða listunnendur, fjölskyldur eða þá sem vilja kynna sér sögu og menningu Reykjavíkur í óvenjulegu og fallegu umhverfi. Komdu og upplifðu töfra Listasafns Einars Jónssonar!

Á döfinni

Staðsett í hjarta Reykjavíkur við Skólavörðuholt, Hallgrímstorgi 3.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17