LÍ 316, Kjarval, Högni Guðmundsson, Melstað, Borgarfirði eystra, Högni Guðmundsson from Melstað in Borgarfjörður Eystra, Túskteikning

Sunnudagsleiðsögn

sun

16. apríl

14:0015:00

Listasafnið

Sunnudagsleiðsögn um Listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.

Þann 16. apríl kl. 14 mun Anna Jóhannsdóttir, sýningarstjóri leiða gesti um sýninguna Einkasafnið – Lifandi skráning og sýning á völdum verkum úr safni Ingibjargar Guðmundsdóttir og Þorvaldar Guðmundssonar.

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til framtíðarvörslu. Safnið, sem samanstendur meðal annars af málverkum, teikningum, grafíkverkum, höggmyndum og lágmyndum, er með stærstu einkasöfnum hér á landi og telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Þar af eru um 400 verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem var mikill vinur þeirra hjóna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)