Krakkaklúbburinn Krummi
lau
16. sept
14:00—16:00
lau
30. sept
14:00—16:00
16. og 30. september kl. 14 – 16
Hvað leynist í moldinni?
Búum til okkar eigin furðuveru þar sem töfrar lífríkisins veita innblástur. Skoðum saman listaverk á sýningunni Viðnám sem tengjast jarðveginum og lífræðilegum fjölbreytileika. Umsjón með smiðju: Ingibjörg Hannesdóttir / Sigríður Melrós Ólafsdóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.