Árstíðirnar
sun
26. nóv
12:30—13:00
fös
1. des
12:30—13:00
Íslenski dansflokkurinn í samstarfi við Listasafns Íslands:
Sunnudaginn 26. nóvember og föstudaginn 1. desember mun íslenski dansflokkurinn flytja brot úr verkinu Árstíðirnar á fjórðu hæð Safnahússins við Hverfisgötu.
Árstíðirnar er nýtt íslenskt dansverk eftir Snædísi Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur, sett upp í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. Verkið er óður til danslistarinnar, ástríðunnar að dansa, gleðinnar að lifa og fá að eldast. Flutt verður brot úr verkinu en það verður frumsýnt 13. janúar nk. á stóra sviði Borgarleikhússins.
Dansarar verksins eru Eydís Rose Vilmundardóttir, Sarah Fisher Luckow, Shota Inoue og Sara Lind Guðnadóttir (starfsnemi).
Aðgöngumiði á safnið gildir.