Barnamenningarhátíð — Ungt Umhverfisfréttafólk
Barnamenningarhátíð 2022 í Reykjavík verður haldin 5. — 10. apríl.
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vegleg dagskrá í Listasafni Íslands — Safnahúsinu við Hverfisgötu 15.
Verið velkomin í heimsókn.
Ungt Umhverfisfréttafólk
Nemendur úr fjölbrautaskólanum Ármúla sýna niðurstöður verkefna sinna, umhverfisfréttaljósmyndir og viðeigandi umfjöllun um verkefnið sem þau hafa unnið með Jeanette Castioni í samvinnu við Landvernd.
Ungt umhverfisfréttafólk skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt sem getur leitt af sér getu til aðgerða.