Barre fit í Listasafni Íslands

lau

29. nóv

0910

Barre þjálfarinn, plötusnúðurinn og stemningskonan Dóra Júlía stendur fyrir morgunstund á Listasafni Íslands, laugardaginn 29. nóvember milli kl. 9 og 10 þar sem hreyfing og list mætast. Dóra Júlía hefur lengi þjálfað bæði barre og pilates í World Class og kennir skemmtilegar æfingar sem styrkja, liðka og lengja alla vöðva líkamans.

Tíminn fer fram í einstöku rými innan um myndbandsverk Steinu Vasulka. Steina er brautryðjandi á sviði myndlistar sem byggist á hljóði, vídeói og stafrænni tækni. Hún hefur haft áhrif á kynslóðir listamanna um allan heim með tilraunamennsku sinni og leikgleði.

Skráning fer fram á emailinu djdorajulia@gmail.com og kostar 3.500 krónur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17