
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
21. feb
14:00—16:00
Dreki í Listasafni Einars Jónssonar
Í rauða salnum í Listasafni Einars Jónssonar er að finna stóran dreka. Við skoðum hann vandlega og finnum svo okkar eigin innri dreka og breytum honum í listaverk. Fjölskyldur geta hannað sína eigin drekafjölskyldu.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

