Ekki lengur / No Longer / لَمْ تَعُد

lau

6. sept — 7. sept

10:0017:00

Nermine El Ansari, í samstarfi við Moneim Rahama Ekki lengur / No Longer / لَمْ تَعُد

Helgina 6. – 7. september verður tímabundin sýning á verki fransk-egypska listamannsins Nermine El Ansari, Ekki lengur / No Longer í Listasafni Íslands. Verkið er sýnt sem hluti af aðgerðum sem tengjast samstöðufundi með Palestínu. Verkið, sem var hluti af stærri innsetningu, fjallar um reynslu fólks sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín.

Í starfi og myndlist hefur El Ansari unnið náið með málefni útlegðar og brottflutnings, mannréttinda og mannhelgi, ásamt hugmyndum um heimili og heimaland.
El Ansari yfirgaf heimili sitt í Kaíró í kjölfar óeirða í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem tengdust arabíska vorinu, og flutti síðar til Íslands, þar sem hún hefur starfað bæði sem þýðandi og listamaður

Í myndbandinu flytur súdanska skáldið, rithöfundurinn og aktívistinn Moneim Raham ljóðið Ekki lengur, sem hann samdi 23. október 2023 og fjallar um óréttlæti og eignaupptöku lands. Raddupptakan er lögð yfir hljóðverk eftir Adam Świtała. Myndbandið samanstendur af myndverkum sem El Ansari skapaði í tengslum við eigin reynslu og frásagnir fólks sem orðið hefur fyrir nauðungarflutningi.

Listamaðurinn þakkar Moneim Rahama, Adam Świtała, Piotr Pawlus og Rania Berro fyrir samstarfið. Verkið var unnið með styrk frá Myndstefi.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17