Fimmtudagurinn langi

fim

27. feb

17:0022:00

Listasafnið
Fimmtudagur langi

Fimmtudagurinn langi í Febrúar

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Fimmtudaginn langa í Listasafni Íslands. Næsta fimmtudag bjóðum við upp á leiðsögn um sýninguna Nánd Hversdagsins og vínkynningu. Einnig býðst gestum tækifæri til að kaupa árskort í safnhús Listasafns Íslands á almennu miðaverði.

Kl. 20:00
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari leiðir gesti um sýninguna Nánd hversdagsins. Sýningin samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann.

Kl. 20:30 - 22:00
Dóri DNA kynnir vín frá Partida Creus, Penedes. Varúð, vínin munu breyta lífi þínu!

Síðasta fimmtudag hvers mánaðar er Listasafn Íslands og kaffihúsið Kaktus Espressobar opið til 22:00.

Fylgist með spennandi dagskrá langra fimmtudaga á samfélagsmiðlum og heimasíðu Listasafns Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17