
Fimmtudagurinn langi
fim
29. maí
17:00—
Fimmtudagurinn langi í maí
Sólarhringssýning á Christian Marclay, The Clock (2010) á fimmudaginn langa 29. maí.
Opið frá klukkan 10:00 29.05 til 17:00 30.05
Kaktur Espressobar opnar í tilefni sólarhringssýninguna kl 7:30 með rjúkandi heitt kaffi og nýbakað croissant.
Verkið er epískt, sólarhringslangt vídeóverk á einni rás með hljóði. The Clock hlaut Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar. Verkið er bæði djúpstæð hugleiðing um tímann og virðingarvottur við sögu kvikmyndalistarinnar.
Vídeóverk Marclays er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, ýmist svarthvítum eða í lit, sem hann safnaði á þriggja ára tímabili. Hvert myndbrot skírskotar til ákveðinnar tímasetningar, hvort sem er í gegnum samtal eða með vísun í tímamæli – klukku, úr, stundaglas, sólúr eða blikkandi útvarpsvekjara – sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu. Vídeóið er stillt á staðartíma og er því sjálft tímamælir. Í The Clock er einnig hljóðmynd eftir Marclay þar sem hann notast við hrynjandi hljóða og tónlistar til að fylgjast með því hvað tímanum líður.
Sýningin er styrkt af Pro Helvetia og Ikea.
Aðgangseyrir á safnið gildir.