Á myndinni er Ásthildur Jónsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Viðnám. Sýningin er í Safnahúsinu við Hverfisgötu og er á fimm hæðum. Á myndinni stendur Ásthildur á efstu hæðinni fyrir framan listaverk.

Fjölskylduleiðsögn sýningarstjóra í Safnahúsinu við Hverfisgötu

sun

12. mars

14:0016:00

Safnahúsið

Fjölskylduleiðsögn sýningarstjóra í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sunnudaginn 12. mars kl. 14.

Verið hjartanlega velkomin á fjölskylduleiðsögn um sýninguna Viðnám – samspil myndlistar og vísinda í Safnahúsinu við Hverfigötu. Dr. Ásthildur Jónsdóttir sýningarstjóri tekur á móti gestum þar sem þemu sýningarinnar verða tekin fyrir. Í hverju skúmaskoti leynast óvæntir töfrar gagnvirkni og myndlist sem að varpar ljósi á málefni sjálfbærni.
Gestir fá tækifæri til þess að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.

Aðgangseyrir á safnið gildir, ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17