
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
7. feb
14:00—16:00
Furðublóm
Göngum inn í vídeóverk Agnieszku Polska The Book of Flowers og upplifum alls kyns blóm sem eru mynduð með aðstoð gervigreindar. Njótum þess og förum svo saman á listaverkstæðið okkar á 2. hæð og leyfum okkar eigin blómum að vaxa á listrænan, litríkan og skapandi hátt.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

