Gæðastund

mið

17. jan

14:0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Frumgerð eða fölsun?


Gæðastundir á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður hjá Listasafni Íslands mun fjalla um falsanir listaverka og rannsóknir sínar síðustu áratugi. Þá mun hann einnig varpa ljósi á nýjar niðurstöður rannsókna sinna á síðustu árum.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17