Gæðastund

mið

12. nóv

14:0015:00

Gæðastundir
Listasafnið

Heimsókn með sérfræðingi í varðveislurými safnsins. Starfsemi Listasafns Íslands byggir á umfangsmiklu safni listaverka sem er í stöðugum vexti, bæði vegna lögboðinna kaupa og rausnarlegra gjafa. Listasafn Íslands gegnir hlutverki þjóðlistasafns og því er eitt mikilvægasta verkefni þess að koma upp metnaðarfullu safni íslenskrar myndlistar. Í safneigninni eru listaverkin fjölbreytt að viðfangsefni og stærð og spanna alla 20. öldina og fyrstu áratugi þessarar aldar. Aðeins lítill hluti þeirra er aðgengilegur í sýningarsölum safnsins eða í öðrum söfnum. Langflest verkanna í safnaeigninni koma aldrei fyrir sjónir almennings.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17