Verk af sýningunni Gangurinn

Gæðastund

mið

15. feb

1415

Listasafnið
Gæðastundir

Gangurinn gallerí í 40 ár
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Gangurinn gallerí í 40 ár.
Gangurinn gallerí er listamannarekið sýningarrými sem myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson stofnsetti árið 1979 og er líklega elsta einkarekna gallerí landsins sem starfað hefur samfellt frá stofnun.

Árið 2020 var haldið upp á 40 ára afmæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra erlendu listamanna sem hafa átt verk á sýningum Gangsins í gegnum tíðina. Hjónin Helgi Þorgils og Rakel Halldórsdóttir gáfu verkin sem voru á sýningunni til Listasafns Íslands og safnið efnir nú til sýningar á.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17