Gæðastund

mið

17. maí

1415

Listasafnið
Gæðastundir

Leiðsögn um listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til varanlegrar vörslu. Í safninu eru um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Sett verður upp verkstæði og lifandi sýning í safninu þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með vinnu skráningarteymis safnsins og líta verkin augum.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17