
Gæðastund
mið
17. sept
14:00—15:00
Inuk Silis Høegh, The Green Land, 2021, 1-rásar vídeóverk, 34 mín.
Leiðsögn sérfræðings um verkið The Green Land eftir Inuk Silis Høegh. Verkið, sem er frá árinu 2021, er 34 mínútna löng vídeóinnsetning með hljóðmynd eftir danska hljóðlistamanninn Jacob Kirkegaard. Inuk Silis Høegh fæddist í Qaqortoq á Suður-Grænlandi árið 1972 og er kvikmyndaleikstjóri og konseptlistamaður sem vinnur gjarnan á mörkum þessara listgreina. The Green Land er tekið upp í og umhverfis Nuuk og Manisoq á Grænlandi. Verkið er sjónræn hugleiðing um landslag sem er í senn ósnortið og óstöðugt sökum inngripa mannsins og loftslagsbreytinga. Verkið er sýnt í stöðugri hringrás og hverfist um fjögur frumöfl – eld, jörð, vatn og loft – sem birtast sem óræð, græn nærvera í tímabundnum landslagsgjörningum.