
Gæðastund
mið
13. ágúst
14:00—15:00
Kristján H. Magnússon
Vetur á Þingvöllum, 1932
LÍ-503
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Kristján H. Magnússon – Endurlit. Málverk Kristjáns Helga vöktu mikla hrifningu þegar hann geystist fram á myndlistarvettvanginn fyrir tæpum 100 árum. Hann hélt sýningar í stórborgum austan hafs og vestan, þar sem hann hlaut lofsamlega dóma fyrir landslagsmálverk, mannamyndir og uppstillingar. Á Íslandi hlutu verk hans hins vegar blendnar viðtökur, eru í dag fáum kunn og Kristján Helgi sjaldan nefndur í umræðunni um íslenska myndlist. Engu að síður er framlag hans til listasögunnar töluvert að vöxtum og áhugavert fyrir margra hluta sakir. Fjallað verður um verk þessa skammlífa listamanns sem lést aðeins 34 ára að aldri árið 1937 eftir stuttan en áhugaverðan feril.