Gæðastund, verk eftir Zanele kona sem snýr sér frá myndavélinni - tekin á hlið.

Gæðastund

mið

16. nóv

1415

Listasafnið
Gæðastundir

Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Zanele Muholi

Suður-afríski listamaðurinn og aktívistinn Zanele Muholi (f. 1972) sló í gegn snemma á 21. öldinni með myndasyrpu sem fangar líf hinsegin fólks og transfólks í Suður-Afríku og er Muholi í dag á meðal áhrifamestu listamanna á alþjóðavísu. Sýningin inniheldur yfir 100 verk sem sýna sögur af lífi LGBTQIA (Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender, Queer, Intersex, Asexual) í Suður-Afríku og víðar. Sýningin er á vegum Tate Modern í London í samvinnu við Listasafn Íslands.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)