Verk eftir Fritz Berndsen

Gæðastund

Listasafnið
Gæðastundir

Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Nokkur nýleg verk
Á sýningunni má sjá úrval verka sem keypt hafa verið af innkaupanefnd Listasafns Íslands, ásamt eldri verkum sem safnið hefur fengið að gjöf á undanförnum fjórum árum. Kerfi og endurtekningar eru leiðarstef í verkunum á sýningunni en þar má sjá verk 11 listamanna sem unnin eru í ýmsa miðla sem endurspegla margbreytileika íslenskrar samtímalistar.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17