
Gæðastund
mið
15. okt
14:00—15:00
Steina, Violin Power I, 1970-1978. Myndband, 10,04 mín.
Birt með leyfi listamannsins, BERG Contemporary og Vasulka Foundation.
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Steina Vasulka – Tímaflakk. Sýningin er samstarf Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og verður í báðum söfnunum samtímis. Gestir á Gæðastund fá leiðsögn um þau verk sem staðsett eru í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Steina er einn helsti frumkvöðull vídeólistar og nýmiðlunar í heiminum og brautryðjandi og áhrifamanneskja á sviði samtímalistar hérlendis. Verk hennar tengja tengja saman vídeólist, tónlist og tækni á einstakan hátt, þannig að úr verður skapandi og gáskafull list. Sýningin verður fyrsta yfirlitssýningin á verkum Steinu á Íslandi. Hún var upphaflega skipulögð í Bandaríkjunum undir heitinu Playback og sett þar upp á tveimur söfnum árið 2024. Hér á landi verður sýningin viðameiri bæði að umfangi og inntaki og listrænn ferill Steinu rakinn frá upphafi. Samanlögð sýningin í báðum söfnum mun því birta heildstæða og afar áhugaverða mynd af þróun tækni og listar á síðustu áratugum.