
Krakkaklúbburinn Krummi
fös
31. okt
17:00—20:00
Hin árlega hrekkjavaka í húsi Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74 verður á sínum stað, enda er það orðið þekktur viðkomustaður furðuvera á hrekkjavöku.
Við hvetjum öll sem þora að heimsækja hið gamla heimili listamannsins í skammdeginu. Húsið lifnar við og margt leynist í myrkrinu.