Listasafn Íslands X Bíó paradís
fim
31. okt
19:30—21:00
Verið hjartanlega velkomin á hryllilega skemmtilegt bíókvöld á verkstæðinu á Fríkirkjuvegi – við bjóðum uppá alvöru bíópopp og hrekkjavökustemningu!
Í samstarfi við Bíó Paradís, sýnum við bíómyndina Nellý Rapp Skrímslaspæjari (2020) – sannkallaða ævintýramynd þar sem draugar, vampírur og varúlfar leika lausum hala! Myndin er talsett á íslensku og er merkt ekki við hæfi barna yngri en ára.
Nánar um myndina hér.
Við ýtum á play kl. 19:30 svo það er um að gera að mæta ögn fyrr til að koma sér vel fyrir og ná sér í popp. Fyrir þá sem eldri eru er upplagt að skoða 140 ára afmælissýningu Listasafns Íslands Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár, sem fyllir alla sali safnsins.
Fyrir þá sem vilja gera vel við sig verður Kaffihúsið Kaktus Espressobar með sérstakt Hrekkjavökutilboð á súpu og vínglasi fyrir þá fullorðnu og tilboð á heitu súkkulaði og vöfflum fyrir börnin.
Ókeypis aðgangur fyrir alla sem mæta mæta í búning og öll börn 18 ára og yngri! Hlökkum til að sjá ykkur!