Mynd af meðlimum kórsins Kliður

Kliður í Listasafni Íslands á Menningarnótt

Listasafnið

KLIÐUR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

Kórinn Kliður skapar töfrandi upplifun með söng sínum fyrir gesti Listasafns Íslands á Menningarnótt.
Viðburðurinn mun kallast á við myndlistarsýninguna Liðamót þar sem sýnd eru verk Margrétar H. Blöndal, en hún er einnig meðlimur í kórnum. Flutt verða að vönduð verk eftir meðlimi kórsins, bæði ný og eldri. Í þessum kór sem á engan sinn líkan koma saman tónskáld, myndlistarfólk, skáld, sviðslistafólk og hljóðfæraleikarar sem hafa á síðustu árum staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og frumflutt tónverk eftir meðlimi hópsins. Kliður hefur getið sér gott orð fyrir spennandi uppákomur og komið fram hér heima og erlendis.
Viðburðurinn er styrktur af Menningarnætursjóði Landsbankans.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17