
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
10. jan
14:00—16:00
10. janúar kl. 14 – 16
Plánetur náttúrunnar
Upplifum stórbrotið listaverk Steinu Of the North á sokkaleistunum; dönsum, hvílum, göngum og njótum þess að vera saman inni í þessum magnaða myndheimi.
Svo leikum við okkur að því að búa til hringlaga listaverk á listaverkstæðinu með fljótandi vatnslitatilraunum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

