Krakkaklúbburinn Krummi
lau
14. okt
14:00—16:00
lau
28. okt
14:00—16:00
Klippimyndir, klippiskúlptúr
Með pappír og skæri göngum við varlega um sýninguna og grípum form úr ólíkum verkum; hestur hér, fjall þar, abstrakt form, hendi, planta, himinn. Klippum út formin fríhendis á gólfinu fyrir framan valin verk og söfnum í umslag. Formin finna sér svo stað í nýjum verkum, í klippimynd eða klippiskúlptúr.
Umsjón með smiðju: Ragnheiður Gestsdóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.