Krakkaklúbburinn Krummi

lau

9. mars

14:0016:00

lau

23. mars

14:0016:00

Safnahúsið
Krummi

Eins og fuglinn fljúgandi!

Ævintýraleg listasmiðja þar sem unnið er með fugla himinsins í þrívíðum skúlptúrum. Fuglar í listaverkum sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu verða skoðaðir, lómarnir á Sumarnótt, hvítir hrafnar og geirfuglar koma við sögu.

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt.
Ókeypis fyrir alla fjölskylduna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17