Krakkaklúbburinn Krummi
lau
22. apríl
14—16
Hani, krummi, þorskur, svín!
Listasmiðja á Barnamenningarhátíð þar sem dýrin í íslenskri náttúru koma við sögu.
Við finnum okkar uppáhaldsdýr og búum það til með skapandi aðferðum. Skoðuð verða verk úr safneign Listasafns Íslands þar sem dýr koma við sögu, sérstaklega þorskurinn.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Umsjón með smiðju: Elva Hreiðarsdóttir
Staðsetning smiðju: Fríkirkjuvegur 7