Listaverk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson frá árinu 2020. Verkið er gert á striga og í hvítum litum.  Verkið sýnir konu sem að horfir yfir öxl sína.

Leiðsögn listamanns

Listasafnið

Leiðsögn listamanns um sýninguna Í hálfum hljóðum. Sýningin samanstendur af málverkum eftir Birgi Snæbjörn Birgisson sem máluð eru á árunum 2015–2022. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í samtímanum.

Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki og engu er líkara en að litur verkanna sé að dofna og hverfa, sem kallar á nálægð við þau. Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skilningarvitanna. Sú einlæga frásögn í hálfum hljóðum, sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að afhjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis stafar.

Listaverk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson frá árinu 2020. Verkið er gert á striga og í hvítum litum.  Verkið sýnir konu sem að horfir yfir öxl sína.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17