Verk eftir Margréti H. Blöndal.

Leiðsögn listamanns

Listasafnið

Leiðsögn Margrétar H. Blöndal um sýninguna Liðamót.
SýninginLiðamót / Ode to Joinsamanstendur annars vegar af teikningum gerðum með olíu og litadufti og hins vegar þrívíðum verkum sem Margrét H. Blöndal mun vinna beint inn í rými sýningarsalarins. Heiti sýningarinnarLiðamótvísar í þá staðreynd að þar sem þrír eða fleiri liðir koma saman verður til hreyfing. Í verkum Margrétar mótast hreyfingin út frá skilrúmum sem sett verða upp í rýminu, staðsetningu verkanna og innra samhengi þeirra. Enski hluti titilsins,Ode to Join,er hins vegar óður til tengingar þar sem hver skúlptúr eða teikning verður eins og ein eining í pólífónísku tónverki. Verk Margrétar eru handan orða og búa yfir fegurð og yfirskilvitlegu aðdráttarafli enda hefur innsetningum hennar verið líkt við tónaljóð.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)