Járn, hör, kol og kalk

sun

21. apríl

14:0015:00

Listasafnið

Járn, hör, kol og kalk
Leiðsögn listamanns
Leiðsögn listamanns
Á sýningunni verða ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur. Verkin eru þrívíð og tvívíð ásamt vídeóverki og hafa ekki áður verið sýnd. Þau eru afrakstur athugana listamannsins sem ná allt aftur til ársins 1992. Uppsprettan er taktur daglegs lífs, hversdagsleg efni og rými. Yfirgefin hús. Minni efnis og eiginleikar þess, vegferð og umbreytingar. Járn, hör, kol og kalk. Lagskipting, skurðpunktar, tvívíð og þrívíð grind, regluverk. Dagatal. Vitund um þann möguleika að regla geti brostið, þyngdarpunkturinn glatast og óreiða tekið við.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)