Leiðsögn sýningarstjóra
sun
25. maí
14:00—15:00
Leiðsögn sýningarstjóra – Kristján H. Magnússon – Endurlit
Dagný Heiðdal sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Endurlit.
Málverk Kristjáns Helga Magnússonar vöktu mikla hrifningu þegar hann geystist fram á myndlistarvettvanginn fyrir tæpum 100 árum. Verk hans vöktu ekki aðeins athygli hér á landi því hann hélt einnig sýningar í stórborgum austan hafs og vesta. Á Íslandi hlutu verk hans hins vegar blendnar viðtökur og í dag eru þau fáum kunn og nafn hans heyrist sjaldan í umræðunni um íslenska myndlist. Engu að síður er framlag hans til listasögunnar töluvert að vöxtum og áhugavert fyrir margra hluta sakir. Á væntanlegri yfirlitssýningu beinir Listasafn Íslands sjónum að verkum þessa skammlífa listamanns sem lést aðeins 34 ára að aldri árið 1937 eftir stuttan en áhugaverðan feril.