Listamannaspjall

lau

24. jan

14:0015:00

Listasafnið

Agnieszka Polska, Bók blómanna, 2023

Listamannaspjall

Pari Stave, sýningarstjóri hjá Listasafni Íslands, og listamaðurinn Agnieszka Polska ræða um sýninguna Grandalaus viðföng.
Ath. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Grandalaus viðföng

Sýning pólska listamannsins Agnieszku Polska (f. 1985) er hluti af röð vídeóinnsetninga sem Listasafn Íslands hefur sett upp á síðustu tveimur árum, en verk hennar hafa undanfarin ár hlotið mikla alþjóðlega hylli. Á sýningunni Grandalaus viðföng er sjónum beint að fallvaltleika tilverunnar á tímum þegar samband manneskjunnar, tæknikerfa og náttúru tekur miklum breytingum. Agnieszka Polska ber sérlega gott skynbragð á félagsfræði tilfinningahagkerfisins; hvernig ónáttúruleg öfl og aðstæður endurmóta tilfinningar okkar, líkamsstarfsemi og meðvitund. Hún nýtir sér nútímamyndtækni á borð við upptökur, vídeómiðilinn, ljósmyndir og hreyfimyndir. Iðulega vinnur hún með fundið myndefni sem hún afbakar og umbreytir, gjarnan með aðstoð gervigreindar. Umhverfishljóð, tónlist og frásögn fléttast saman við ljóðrænar kvikmyndasögur hennar.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17