Krakkaklúbburinn Krummi

lau

26. ágúst

14:0016:00

Safnahúsið
Krummi

Listaverkið lifnar við!
Við skoðum saman eitt verk á sýningunni og reynum að ímynda okkur hvað gerist fyrir framan og aftan, ofan og neðan rammann. Hvaða atburðarrás leiddi viðfangið þangað sem það fraus í málverkinu? Hvað gerðist á eftir? Unnið er í spjaldtölvu að stuttri hreyfimynd úr pappír þar sem listaverkið bókstaflega lifnar við.
Umsjón með smiðju: Ragnheiður Gestsdóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)