LÍ 910 Listamenn við skilningstréð eftir Kjarval

Listin í smiðju Héðins

lau

1. okt

13:0017:00

Verið velkomin á sýningu á myndlistarverkum úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, stofnanda Héðins, til Listasafns Íslands, laugardaginn 1. október 2022.

 Sýningin er í einum af vélasölum Héðins við Gjáhellu 4 í Hafnarfirði og stendur aðeins þennan eina dag frá klukkan 13 til 17.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli Héðins. Meðal verka eru ýmsar perlur íslenskrar myndlistar frá síðustu öld. Þar á meðal eru verk sem hafa ekki komið fyrir sjónir almennings um langa hríð. Markús Ívarsson (1884-1943) var járnsmiður að mennt og ástríðufullur safnari verka eftir listamenn samtíma síns. Studdi hann þannig meðvitað ýmsa listamenn sem bjuggu við kröpp kjör.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni

Ásgrímur Jónsson, Brynjólfur Þórðarson, Eggert M. Laxdal, Eyjólfur Eyfells, Finnur Jónsson, Greta Björnsson, Guðmundur frá Miðdal, Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaugur Scheving, Höskuldur Björnsson, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Karen Agnete Þórarinsson, Snorri Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Sveinn Þórarinsson, Þorvaldur Skúlason, Þórarinn B. Þorláksson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17