Sýningaropnun

fös

30. jan

17:0019:00

Listasafnið

Snertifletir: Samhljómur myndlistar á Íslandi frá 1970

Sýning sem hverfist um landslagslist, mínímalisma og konseptlist á Íslandi frá áttunda áratugnum og fram á fyrsta áratug 21. aldar.

Á sýningunni verða verk íslenskra listamanna, en einnig verk erlendra listamanna sem sóttu landið heim á þessum tíma og mynduðu iðulega sterk tengsl við íslenskt listafólk og safnara.

Sýningunni stýra þau Gavin Morrison og Pari Stave, aðalsýningarstjóri Listasafns Íslands, og sækja þau í ríkulega safneign Listasafns Íslands, auk þess sem lykilverk verða fengin að láni frá einkasöfnum í Reykjavík.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17